Það fór ekki mjög hátt, en í síðasta mánuði voru liðin tíu ár frá því að hin sameiginlega viðbragðssveit, sem nefnist á ensku Joint Expeditionary Force, var formlega stofnuð með viljayfirlýsingu sjö ríkja á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Wales
— Morgunblaðið/Eyþór

Viðtal

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Það fór ekki mjög hátt, en í síðasta mánuði voru liðin tíu ár frá því að hin sameiginlega viðbragðssveit, sem nefnist á ensku Joint Expeditionary Force, var formlega stofnuð með viljayfirlýsingu sjö ríkja á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Wales.

Sveitin, sem jafnan gengur undir skammstöfuninni JEF, er í stuttu máli varnarverkefni undir forystu Breta, þar sem Bretar og Hollendingar taka höndum saman við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin til þess að geta brugðist hratt og örugglega við þeim sameiginlegu ógnum sem komið geta upp á norðurslóðum, Norður-Atlantshafi og í Eystrasalti.

Tom Bateman, majór-hershöfðingi í breska hernum og yfirmaður herstjórnarmiðstöðvar JEF, var staddur hér á landi á

...