Almenn sala íbúða á Heklureitnum í Reykjavík er hafin. Íbúðirnar eru á fyrsta reitnum af fimm sem koma í sölu og eru margar seldar. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtækisins sem byggir á Heklureit, segir búið að selja um 30 af 82 íbúðum í fyrsta áfanga
Heklureitur Fjölbýlishúsið á Laugavegi 168 verður átta hæðir. Það stallast frá Laugavegi að Brautarholti.
Heklureitur Fjölbýlishúsið á Laugavegi 168 verður átta hæðir. Það stallast frá Laugavegi að Brautarholti. — Morgunblaðið/Eggert

Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Almenn sala íbúða á Heklureitnum í Reykjavík er hafin. Íbúðirnar eru á fyrsta reitnum af fimm sem koma í sölu og eru margar seldar.

Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtækisins sem byggir á Heklureit, segir búið að selja um 30 af 82 íbúðum í fyrsta áfanga.

Sagt var frá því í Morgunblaðinu í júlí að búið væri að selja 25 íbúðir á reitnum. Forsala íbúðanna hefði hafist um mánaðamótin febrúar og mars með því að níu þakíbúðir voru boðnar til sölu. Hafa því selst fimm íbúðir síðan í júlí og upplýsir Örn að þakíbúð sem kostaði 240 milljónir króna sé þar meðtalin.

Ákváðu að hefja sölu fyrr

...