Fallið hefur verið frá áformum um að byggja 220 herbergja hótel með baðlóni, allt að 165 stakstæð smáhýsi og allt að 55 starfsmannaíbúðir á þremur jörðum við Hrútsvatn í Ásahreppi í Rangárvallasýslu vegna andstöðu íbúa í hreppnum

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Fallið hefur verið frá áformum um að byggja 220 herbergja hótel með baðlóni, allt að 165 stakstæð smáhýsi og allt að 55 starfsmannaíbúðir á þremur jörðum við Hrútsvatn í Ásahreppi í Rangárvallasýslu vegna andstöðu íbúa í hreppnum.

Á fundi hreppsnefndar Ásahrepps í gær var lagður fram tölvupóstur frá Torfa G. Yngvasyni, forsvarsmanni fyrirtækisins Steina Resort ehf., þar sem tilkynnt var að framlögð skipulagslýsing um breytingu á aðalskipulagi Ásahrepps væri dregin til baka í ljósi afstöðu íbúa.

Hreppsnefndin samþykkti síðan að falla frá

...