Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Ætla mætti að Vinstri-grænir væru ánægðir með að hið langdregna banatilræði Svandísar Svavarsdóttur við ríkisstjórnina skuli hafa gengið upp. En það er öðru nær, fýla lekur af hverjum manni og enginn vansælli en lafði Makbeð sjálf.

Sem er ekki skrýtið, menn muna ekki annan eins afleik í pólitískri refskák síðan Björt framtíð var og hét. Jafnvel Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem sjaldan tjáir sig um stjórnmál nú orðið, gat ekki orða bundist yfir skinhelgi Vinstri-grænna.

Það er ekki ofmælt að tala um hræsni. Halla Gunnarsdóttir flokksbroddur Vinstri-grænna lagði um fyrri helgi fram tillögu um tafarlaus stjórnarslit á landsfundi flokksins. Á þriðjudag mátti hún hins vegar vart mæla af harmi yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði slitið samstarfinu!

Markmið Svandísar hafa verið öllum ljós

...