Mollý Jökulsdóttir kom fyrst fram á sjónarsviðið í tíunda bekk þegar hún sló í gegn með goðsagnakennda laginu „Tik Tok skinka“ sem flest aldamótabörn kannast án vafa vel við, en um er að ræða ógleymanlega íslenska paródíu af laginu Tik Tok með söngkonunni Kesha
Draumur Mollý ákvað að fylgja tónlistardraumnum og gefur út sólóplötu í Danmörku á morgun.
Draumur Mollý ákvað að fylgja tónlistardraumnum og gefur út sólóplötu í Danmörku á morgun.

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Mollý Jökulsdóttir kom fyrst fram á sjónarsviðið í tíunda bekk þegar hún sló í gegn með goðsagnakennda laginu „Tik Tok skinka“ sem flest aldamótabörn kannast án vafa vel við, en um er að ræða ógleymanlega íslenska paródíu af laginu Tik Tok með söngkonunni Kesha.

Ýmislegt hefur þó breyst í lífi Mollýjar síðan þá, en hún er nú rísandi stjarna í tónlistargeiranum í Danmörku, þar sem hún hefur búið í tíu ár. Hún gefur út sína fyrstu sólóplötu, Dele af mig, á morgun, föstudag, í samstarfi við Quattro Music, dótturfyrirtæki Warner Music.

Mollý lýsir því að henni líði eins og hún standi á ákveðinni klettabrún nú þegar hún bíður eftir því sem koma skal eftir plötuútgáfuna.

Byrjunin á einhverju

...