England Thomas Tuchel tekur við enska landsliðinu um áramótin.
England Thomas Tuchel tekur við enska landsliðinu um áramótin. — AFP/Adrian Dennis

Þjóðverjinn Thomas Tuchel hefur skrifað undir 18 mánaða samning við enska knattspyrnusambandið um að þjálfa karlalandsliðið. Samningurinn tekur gildi 1. janúar 2025. Gildir samningurinn þannig fram yfir HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026. Hann verður þriðji erlendi þjálfarinn til að stýra enska landsliðinu, á eftir þeim Fabio Capello frá Ítalíu og Svíanum Sven-Göran Eriksson. Hann stýrði síðast Bayern München í heimalandinu.