Reykjanesbær, ríkið og Kadeco – þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hafa undirritað samning um uppbyggingu á Ásbrú. Í tilkynningu frá Kadeco segir að samningurinn feli meðal annars í sér að byggðar verði 800 íbúðir á Ásbrú auk uppbyggingar…
Ásbrú Pálmi Freyr, Sigurður Ingi og Halldóra Fríða við undirritun í gær.
Ásbrú Pálmi Freyr, Sigurður Ingi og Halldóra Fríða við undirritun í gær.

Reykjanesbær, ríkið og Kadeco – þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hafa undirritað samning um uppbyggingu á Ásbrú.

Í tilkynningu frá Kadeco segir að samningurinn feli meðal annars í sér að byggðar verði 800 íbúðir á Ásbrú auk uppbyggingar samfélagslegra innviða, almenningsrýmis og nýrra bygginga undir þjónustu fyrir íbúa.

Samkomulagið var undirritað í Andrews Theater á Ásbrú af Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, formanni bæjarstjórnar og starfandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ, og Pálma Frey Randverssyni framkvæmdastjóra Kadeco.

Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum hafi aukist mikið og aðstæður á Ásbrú gera það að verkum að þar er hægt að byggja hraðar upp sjálfbært íbúðahverfi en víða annars staðar að því er segir

...