„Ef skimun bjargar 3-4 konum sem ella myndu deyja, þá er til mikils að vinna.“
Verðlækkun Ágúst Ingi fagnar því að verð á brjóstaskimun hafi verið lækkað.
Verðlækkun Ágúst Ingi fagnar því að verð á brjóstaskimun hafi verið lækkað.

Guðrún S. Sæmundsen

gss@mbl.is

Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, segir í samtali við Smartland að sýnt hafi verið fram á að reglubundin skimun fyrir leghálskrabbameini fækki nýjum tilfellum um allt að 90%.

Þessi árangur hafi verið staðfestur í íslensku uppgjöri.

Þá geti krabbameinið greinst á snemmstigi í skimun og hægt sé að lækna konuna með litlu inngripi og hún geti lifað eðlilegu lífi eftir það. Skimunin gangi út á að greina forstig krabbameins.

„Reglubundin skimun fyrir brjóstakrabbameini hefur sýnt um 30-40% lækkun í dánartíðni af völdum sjúkdómsins,“ segir Ágúst. „Með þessari skimun er leitast við að greina krabbamein á snemmstigum, á meðan hægt er að lækna það

...