Mikill meirihluti landsmanna, eða um 69% svarenda í könnun Gallup, telur íslenskt samfélag ekki vera á réttri leið með tilliti til almannahagsmuna. Þetta kemur fram í þjóðmálakönnun sem ASÍ lét gera og kynnt var á þingi sambandsins í gær.

Þátttakendur voru spurðir: Þegar þú horfir til hagsmuna almennings, telur þú íslenskt samfélag vera á réttri eða rangri leið? 40% sögðust telja það á frekar rangri leið og 29% á mjög rangri leið. 2% töldu samfélagið vera á mjög réttri leið og 15% á frekar réttri leið. 14% lýstu sig hlutlaus.

...