Hér varð náttúrlega hrun. Ég fæ bókstaflega hroll við að skrifa þessa setningu sem varð að margnýttri tuggu í mörg ár eftir skellinn sem íslensk heimili urðu fyrir við efnahagshrunið 2008. Sama hrollinn fékk ég við fréttir gærdagsins um að…
Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Hér varð náttúrlega hrun.

Ég fæ bókstaflega hroll við að skrifa þessa setningu sem varð að margnýttri tuggu í mörg ár eftir skellinn sem íslensk heimili urðu fyrir við efnahagshrunið 2008. Sama hrollinn fékk ég við fréttir gærdagsins um að greiðslubyrði íslenskra heimila af húsnæðislánum sínum hefði ekki verið meiri frá hruni og er þar vísað í nýja skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Skýrslan staðfestir svo það sem allir vita, að hækkandi greiðslubyrði kemur verst niður á barnafjölskyldum. Þetta er staðan.

Í skýrslunni kemur líka fram að hlutfall vaxtagreiðslna af ráðstöfunartekjum fólks fer hækkandi en heimilin greiddu að jafnaði 5,7 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í vaxtagjöld á síðasta ári. Íslensk heimili fara þannig langleiðina með að greiða ráðstöfunartekjur eins mánaðar á ári í vaxtagjöld. Þetta er auðvitað

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson