Ekki er þess að vænta að rannsóknir á krabbameinum verði auknar í nýju sjúkrahúsi. En rannsóknir og lækningar fara alltaf saman.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Það eru meiri líkur en minni á því að þjóðin gangi til kosninga fyrir jól. Litlar líkur eru til þess að nokkur kjósandi viti um hvað kosningarnar munu snúast. Þó er það svo að einhver ágreiningur virðist vera milli tveggja stjórnarflokka um svokölluð útlendingamál.

Útlendingamál eru málefni sem snúa að komu og móttöku hælisleitenda. Íslenskur löggjafi var nokkuð seinn til að setja samræmdar reglur um móttöku flóttamanna og hælisleitenda. Í bandarísku stjórnarskránni er frá upphafi gert ráð fyrir því að þingið hafi heimildir til:

Að koma á samræmdum reglum um ríkisborgararétt og samræmdri löggjöf um gjaldþrot um öll Bandaríkin.

Vissulega eru margir óskráðir í Bandaríkjunum og hinir óskráðu mynda neðanjarðarhagkerfi sem

...