„Maður þarf að vera mjög góður að koma sér á framfæri, fara út og nálgast fólk. Þetta er ógeðslega erfitt.“
Bergur hljóp á milli hönnuða í París með möppuna sína og sótti um vinnu.
Bergur hljóp á milli hönnuða í París með möppuna sína og sótti um vinnu. — Morgunblaðið/Karítas

Bergur Guðnason fatahönnuður ólst meðal annars upp í Englandi þar sem faðir hans var atvinnumaður í fótbolta. Hann segist hafa upplifað utanaðkomandi pressu á að verða atvinnumaður sjálfur en varð að hætta vegna meiðsla aðeins nítján ára. Þá sótti hann um nám í fatahönnun hjá Listaháskóla Íslands, starfaði meðal annars hjá stórum tískuhúsum í París en er í dag hönnuður hjá 66°Norður. Hann segir íþróttina hafa hjálpað sér í tískuheiminum, samskipti hafi verið hans sterkasta hlið og hann eigi auðvelt með að koma sér áfram, taka upp símann og láta hlutina gerast.

„Ég byrjaði mjög lítill að pæla í hverju fólk var í, hvernig litirnir voru saman settir og forminu á fötunum. Ég byrjaði fjögurra ára í skóla í Englandi, í jakkafötum og með skjalatösku svo alveg frá því ég man eftir mér var ég að spá og spekúlera

...