Steingrímur Eyfjörð opnar einkasýninguna 1978 í Listval Gallerí á morgun, 19. október, kl. 14-16 en hún stendur til 9. nóvember. Listamaðurinn fagnar 50 ára myndlistarafmæli í ár
Myndlist Verkið „Homage to Dorothy Iannone“ frá 2024.
Myndlist Verkið „Homage to Dorothy Iannone“ frá 2024.

Steingrímur Eyfjörð opnar einkasýninguna 1978 í Listval Gallerí á morgun, 19. október, kl. 14-16 en hún stendur til 9. nóvember. Listamaðurinn fagnar 50 ára myndlistarafmæli í ár.

Fyrir sýninguna hefur Steingrímur unnið með hugmyndir og handrit að verkum sem vísa til tímabilsins 1957 til 1981 í íslenskri listasögu, að því er fram kemur í tilkynningu. „Verkin á sýningunni eru hugleiðingar Steingríms um avant-garde-tímabilið í íslenskri myndlistarsögu og hans persónulega sýn á listasögu þessa tíma. List um list, eða lifandi listasaga eins og hann kýs að kalla hana og þá sem mótvægi við opinbera listasögu,“ segir þar jafnframt.

Hluti af sýningunni verður útgáfurit sem fjallar ítarlega um verk sýningarinnar ásamt rituðu efni um tímabilið. Þar verður einnig birt samtal Steingríms við Auði Hildi Hákonardóttur,

...