Slit Svandís og Bjarni á þingi í gær.
Slit Svandís og Bjarni á þingi í gær. — Morgunblaðið/Eyþór

Svandís Svavars­dótt­ir, formaður VG og fráfarandi innviðaráðherra, skaut föstum skotum að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Alþingi í gær eftir að Bjarni hafði tilkynnt þingheimi formlega um þingrof og kosningar.

Sagði Svandís að Bjarni hefði reynst óhæfur til að leiða ríkisstjórnina. Sagði hann hafa komið með tillögu um þingrof án þess að ræða það á ríkisstjórnarfundi.

Bjarni sagði m.a. í sinni ræðu að ríkisstjórnin hefði verið komin á endastöð eftir sjö ára samstarf.