Það bar til tíðinda að Mývetningurinn Friðrik Steingrímsson fékk verk fyrir brjóstið og var drifinn í rannsókn á Akureyri. Þar var hann spurður hvort hann hefði drukkið áfengi nýlega, en svaraði því til að hann hefði ekki drukkið síðan á nýársnótt

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Það bar til tíðinda að Mývetningurinn Friðrik Steingrímsson fékk verk fyrir brjóstið og var drifinn í rannsókn á Akureyri. Þar var hann spurður hvort hann hefði drukkið áfengi nýlega, en svaraði því til að hann hefði ekki drukkið síðan á nýársnótt. „Það er kannski ástæðan,“ fékk hann þá að heyra og orti að vörmu bragði:

Ég veit ég er leiðinda lortur

og ljótari' en fjölmargar tortur.

Þinn krankleiki er,

sagði krukkarinn mér,

illvígur áfengisskortur.

Og lækningin fannst, bætti
Sævar Sigurgeirsson við:

Þeir tóku að pískra og píra

á pillur og sprautur

...