Barnshafandi Dagný Lísa Davíðsdóttir lagði skóna óvænt á hilluna í sumar.
Barnshafandi Dagný Lísa Davíðsdóttir lagði skóna óvænt á hilluna í sumar.

Körfuknattleikskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir sagði nýlega skilið við körfuboltann eftir farsælan feril í íþróttinni síðustu ár. Viðskilnaðurinn þótti frekar óvæntur, enda er Dagný einungis 27 ára gömul. Sjálf segir hún nokkrar ástæður hafa legið bak við ákvörðun sína. Sú stærsta sé að nú beri hún sitt fyrsta barn undir belti.

„Ég hef alveg sagt það síðustu mánuði að það að hætta þýðir ekkert endilega það sama og að maður sé að skila inn einhverju leikmannaleyfi sem maður fær aldrei aftur. Það þarf ekki að fylgja því nein skömm ef maður vill hætta við að hætta,“ sagði Dagný í Dagmálum.

„Nú er ég reyndar bara að fara að snúa mér að öðrum verkefnum og er að fara að eignast mitt fyrsta barn næsta vor. Mér finnst mjög ólíklegt að ég muni nokkurn tímann snúa aftur í sömu mynd í körfuboltann en ég er strax komin í

...