„Sumir urðu frekar foj, eins og kvenkyns kollegar mínir í læknastétt, að við værum í þessari miklu vinnu og það væri verið að pæla í því í hvernig fötum maður væri.“
Alma Möller kunni ekki við annað en að taka fram eina slaufublússu í tilefni dagsins. Hún uppgötvaði þessar blússur þegar hún var 28 ára og hefur fílað þær síðan.
Alma Möller kunni ekki við annað en að taka fram eina slaufublússu í tilefni dagsins. Hún uppgötvaði þessar blússur þegar hún var 28 ára og hefur fílað þær síðan. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Ég kunni nú ekki við annað en að klæðast slaufublússu fyrst þú varst að koma,“ segir Alma og hlær og fer samtalið um víðan völl tískunnar áður en hið formlega viðtal hefst. Við tölum um Burberry-kápur, gengi á bandaríkjadollara árið 2006 og sameiginlega hrifningu okkar á sænsku dragtarmerki. Landsmenn áttuðu sig á því þegar Alma birtist á skjánum á upplýsingafundum vegna kórónuveirunnar, með Víði Reynissyni og Þórólfi Árnasyni, að þarna væri á ferð klár manneskja með góðan fatasmekk. Alma tekur ekki í mál að tala bara um föt, snið og efni. Heilsan er henni ofarlega í huga.

„Út frá minni menntun og starfi þá veit ég hvað skiptir máli fyrir heilsuna. Lifnaðarhættir okkar, sem við sjálf ráðum yfir, skipta mjög miklu,“ segir Alma.

„Það er best að líta í eigin barm og hugsa um hvað maður geti sjálfur gert. Svefn,

...