— Ljósmynd/Berglind Rögnvaldsdóttir

Anna Margrét Gunnarsdóttir rekur ráðgjafastofuna Altso og starfar í fyrirtækjasamskiptum. Áður vann hún í markaðssamskiptum hjá sænska fatarisanum H&M. Síðastliðinn áratug hefur hún verið búsett í Skandinavíu en í dag er hún með annan fótinn á Íslandi vegna verkefna og finnst það yndislegt. Fyrir stuttu kom hún á laggirnar nýjum netmiðli sem kallast Herferð.is ásamt Ernu Hreinsdóttur. Vefurinn er tileinkaður fréttum af markaðsmálum á Íslandi.

Hvað veitir þér innblástur?

„Best finnst mér að rölta um götur Stokkhólms til að fá innblástur en það fer þó algjörlega eftir hverfinu. Östermalm er t.d. of snobbað fyrir minn smekk en Vasastan og í kringum Nytorget á Södermalm má finna flottustu týpurnar – ég hermi svo bara eftir þeim.“

...