Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í gærkvöldi að þau hefðu náð að fella Yahya Sinwar, en hann tók við leiðtogahlutverki hryðjuverkasamtakanna Hamas eftir að Ismail Haniyeh var felldur í júlí síðastliðnum
Líbanon Reykur liðast hér upp í loftið eftir loftárás Ísraelshers á þorpið Khaim í suðurhluta Líbanon í gærmorgun.
Líbanon Reykur liðast hér upp í loftið eftir loftárás Ísraelshers á þorpið Khaim í suðurhluta Líbanon í gærmorgun. — AFP

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í gærkvöldi að þau hefðu náð að fella Yahya Sinwar, en hann tók við leiðtogahlutverki hryðjuverkasamtakanna Hamas eftir að Ismail Haniyeh var felldur í júlí síðastliðnum.

Sagðist Ísraelsher í tilkynningu fyrr um daginn hafa fellt þrjá hryðjuverkamenn samtakanna á Gasasvæðinu, en nokkurn tíma tók að fá það staðfest að Sinwar væri einn þeirra. Greindi Israel Katz utanríkisráðherra svo frá því að Sinwar væri látinn um kvöldmatarleytið að ísraelskum tíma.

Andlát Sinwards þykir mikið áfall fyrir Hamas-samtökin, en Ísraelsmenn segja hann vera þann sem lagði á ráðin um hryðjuverk samtakanna hinn 7. október í fyrra, sem mörkuðu upphaf átakanna á Gasasvæðinu.

Réðust á skotmark

...