Samgöngur Þotið áfram við sjávarkambinn.
Samgöngur Þotið áfram við sjávarkambinn. — Morgunblaðið/Eggert

Píratar hafa lagt fram frumvarp um bann við nýskráningu bensín- og dísilbíla sem á að taka gildi 1. janúar 2026, eftir rúmt ár. Ástæðan, að þeirra mati, er markmið ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og hlutdeild vegasamgangna í útblæstri.

Það er hins vegar þetta með markaðinn og stjórnmálin. Það eru sterk öfl sem stýra þar, önnur en boð og bönn.

Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar virðast ekki vera í takti við það sem er að gerast í Evrópu, sem þó er leiðandi á þessum sviðum. Við erum þegar komin lengra en flest lönd sem við miðum okkur við í loftslagsmálum. Það kemur einungis niður á samkeppnisfærni og lífsskilyrðum ef við ætlum að ganga lengra. Þetta þarf því ný ríkisstjórn að endurskoða.

Til viðbótar er alls ekki ljóst að rafbílar séu sú lausn sem markaðurinn muni reiða sig á til framtíðar. Mögulega eru

...