Listasafn Bretlands í Lundúnum tilkynnti í gær að vökvar væru nú bannaðir til þess að auka öryggi listaverkanna sem geymd eru á safninu. Nokkur af þekktari verkum safnsins hafa orðið fyrir árásum aðgerðasinna í loftslagsmálum, sem hafa kastað ýmsum…
Sólblómin eftir Van Gogh.
Sólblómin eftir Van Gogh.

Listasafn Bretlands í Lundúnum tilkynnti í gær að vökvar væru nú bannaðir til þess að auka öryggi listaverkanna sem geymd eru á safninu.

Nokkur af þekktari verkum safnsins hafa orðið fyrir árásum aðgerðasinna í loftslagsmálum, sem hafa kastað ýmsum vökvum á listaverk á borð við Sólblómin eftir Vincent Van Gogh og Heyvagninn eftir John Constable.

Í tilkynningu safnsins kom fram að frá og með deginum í dag verða allir vökvar bannaðir innan safnsins, sem gnæfir yfir Trafalgartorg, fyrir utan þurr- og brjóstamjólk fyrir börn eða lyf.

Tveir aðgerðasinnar voru dæmdir í fangelsi árið 2022 fyrir að skvetta vökva á Sólblómin, en aftur var ráðist á málverkið í september á þessu ári.