Ely Lassman
Ely Lassman

Andstæðingar Ísraels eru fyrirferðarmiklir hér á landi eins og víða á Vesturlöndum, jafn ótrúlegt og það er. En þeir láta ekki aðeins í sér heyra, þeir valda spjöllum svo sem með því að útbía eigur annarra með málningu eða hindra verslanir í að selja varning framleiddan í Ísrael.

Þá hafa þeir orðið þess valdandi að ekki er talið öruggt að halda hér opna fundi, í það minnsta ekki án strangrar öryggisgæslu, svo sem fund með Ísraelanum Ely Lassman, sem ræddi stöðuna í Ísrael og nágrenni á fundi sem til öryggis var ekki auglýstur og lokaður. Í Bretlandi þurfti fyrr á árinu að hætta við málþing með Lassman þar sem honum bárust morðhótanir.

Lassman rifjaði upp í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að í upphafi hefðu Sameinuðu þjóðirnar samþykkt tveggja ríkja lausn fyrir botni Miðjarðarhafs. Gyðingar hefðu tekið boðinu en arabarnir gripið

...