Ódýrar íbúðir í eldra húsnæði seljast hratt, en illa gengur að selja dýrar íbúðir í nýbyggingum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem birt var í gær
Fasteignamarkaðurinn Undanfarið hefur gengið verr að selja nýbyggingar en eldri íbúðir.
Fasteignamarkaðurinn Undanfarið hefur gengið verr að selja nýbyggingar en eldri íbúðir. — Morgunblaðið/Baldur

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Ódýrar íbúðir í eldra húsnæði seljast hratt, en illa gengur að selja dýrar íbúðir í nýbyggingum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem birt var í gær. Að undanförnu hefur mikill fjöldi nýbygginga komið inn á markaðinn.

Kári S. Friðriksson, hagfræðingur í Arion greiningu, segir að skýrslan renni stoðum undir grun sem hann hafi lengi haft.

„Undanfarið hefur verið þétt setið um ódýrar íbúðir og nú sjáum við að það gangi erfiðlegar að selja nýbyggingar en eldri íbúðir. Maður heyrir það frá fasteignasölum að flestar íbúðir seljist á endanum í dag ef þær eru á skynsamlegu verði,“ segir Kári og bætir við að það séu lánþegaskilyrði Seðlabankans sem hafi takmarkandi áhrif

...