Jón B.K. Ransu myndlistarmaður hefur opnað sýningu sína Mótsögnin í málverkinu í Gallerí Gróttu en hún er sögð samanstanda af tveimur verkum, „Röðun“ og „Djöggl“, sem eiga það sameiginlegt að snúast um málverk sem leita út fyrir rammann
Myndlist Verk listamannsins Ransu snúast um málverk sem leita út fyrir rammann.
Myndlist Verk listamannsins Ransu snúast um málverk sem leita út fyrir rammann.

Jón B.K. Ransu myndlistarmaður hefur opnað sýningu sína Mótsögnin í málverkinu í Gallerí Gróttu en hún er sögð samanstanda af tveimur verkum, „Röðun“ og „Djöggl“, sem eiga það sameiginlegt að snúast um málverk sem leita út fyrir rammann. „Röðun og Djöggl snerta þannig takmörk þess sem er fyrir innan og utan rammann, sem eru, á einhverjum skilum, samtvinnuð,“ segir í tilkynningu.

Ransu er myndlistarmaður menntaður í Hollandi 1990-1995 og starfar einnig sem fræðimaður. Hann er höfundur þriggja bóka um samtímalist, og var meðhöfundur bókanna Valtýr Pétursson í útgáfu Listasafns Íslands og Gerður: Meistari málms og glers í útgáfu Listasafns Kópavogs. Ransu hefur einnig unnið sem sýningarstjóri að sýningum fyrir listasöfn á Íslandi. Sýningin er opin mánudaga

...