„Hællinn brotnaði af báðum skónum fyrsta kvöldið sem ég var í þeim, sem var smá skellur.“
Sigurbjörg Birta á nokkrar Levi’s 501-gallabuxur sem er eitt af hennar uppáhaldssniðum.
Sigurbjörg Birta á nokkrar Levi’s 501-gallabuxur sem er eitt af hennar uppáhaldssniðum.

Sigurbjörg Birta Pétursdóttir er 23 ára gömul og hefur meira og minna unnið alla sína starfsævi í vintage-tískufataversluninni Spúútnik. Verslunin hefur verið hluti af fjölskyldu hennar frá upphafi og orðar hún það þannig að hún hafi alist upp í vintage-himnaríki. Hún hefur sinnt ýmsum störfum fyrir verslunina en er í dag verslunarstjóri í Kringlunni. Sigurbjörg Birta er með diplómagráðu í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum sem kemur sér vel í starfinu.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? „Ég myndi segja að fatastíllinn minn væri frekar skandinavískur og einkenndist af vintage-fötum í bland við ný. Ég elska að para saman vintage-flíkur og nýjar flíkur en ég legg mikið upp úr því að kaupa notuð föt enda hef ég alist upp við það.“

Hvernig klæðir þú þig

...