Fyrirliði Sandra Erlingsdóttir er einn af fyrirliðum landsliðsins.
Fyrirliði Sandra Erlingsdóttir er einn af fyrirliðum landsliðsins. — Ljósmynd/Jon Forberg

Sandra Erlingsdóttir er mætt aftur í íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, aðeins þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, valdi 19 leikmenn fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Póllandi, sem fara fram dagana 25. og 26. október. Fyrri leikurinn fer fram í Úlfarsárdal á heimavelli Fram og sá síðari á Selfossi. Íslenska landsliðshópinn má sjá í heild sinni á mbl.is/sport.