„Því miður eignaðist ég augabrúnablýant allt of snemma og gekk um ganga Verzlunarskólans eins og trúður.“
Ljómandi Berglind Alda leggur mikla áherslu á að húðin ljómi. Hún finnur mikinn mun á húðinni þegar hún er dugleg að drekka vatn, hreyfir sig og sefur vel.
Ljómandi Berglind Alda leggur mikla áherslu á að húðin ljómi. Hún finnur mikinn mun á húðinni þegar hún er dugleg að drekka vatn, hreyfir sig og sefur vel.

Berglind Alda Ástþórsdóttir er 25 ára nýútskrifuð leikkona úr Listaháskóla Íslands. Nú fara dagar hennar í að æfa fyrir gamanleikritið Tóm hamingja, sem verður sýnt í Borgarleikhúsinu í vetur. Hún segir mikilvægt að hugsa um húðina og þá sérstaklega þegar hún þarf að nota mikinn leikhúsfarða í mismunandi verkefnum.

Hvað gerir þú til þess að hugsa sem best um húðina?

„Mér finnst húðin mín alltaf upp á sitt besta þegar ég hugsa sérstaklega vel um líkamlega og andlega heilsu. Ef ég er dugleg að drekka vatn, fara að sofa á skikkanlegum tíma, hreyfa mig og borða nokkuð hollt er eins og þetta haldist í hendur og húðin ljómar meira og er heilbrigðari. Ég er líka algjör snyrtipinni í daglegu lífi og það á líka við þegar kemur að húðinni. Ég passa mig að þrífa hana vel og almennt koma sem minnst við hana nema með hreinum

...