Benedikt Sveinsson hæstaréttarlögmaður fæddist í Reykjavík 31. júlí 1938. Hann lést 17. september 2024.

Útför Benedikts fór fram 30. september 2024.

Úhú var eitt fyrsta orðið sem ég sagði sem barn. Úhú var Bensi. Ég þekki ekki líf mitt öðruvísi en með Bensa í því. Í æsku var ég mikið á Lindarflötinni, hjá Guðríði, Bensa og ömmu Línu. Þar leið mér vel. Bensi var hjartahlýr maður, með rólegt yfirbragð, mjúkmæltur, glettinn og skemmtilegur. Hann sat oftast í símastólnum og talaði mikið í símann. Svo átti hann stóran bílasíma. Víða var M&M í bréfpokum, blátt PK-tyggjó og alltaf tími fyrir smá ís.

Bensi kenndi mér á veiðistöng, hvað flugurnar og fiskarnir hétu og með honum veiddi ég minn fyrsta fisk. Við rerum út á Þingvallavatn, vitjuðum neta og flatmöguðum í berjamó. Þar tíndum við fleiri bláber upp

...