Tónlistarmaður Bragi Árnason kemur fram á hádegistónleikunum tvennum.
Tónlistarmaður Bragi Árnason kemur fram á hádegistónleikunum tvennum.

Haldnir verða tvennir hádegis­tónleikar um helgina sem hluti af tónleikaröðinni Dægurflugur á Borgarbókasafninu. Þeir fyrri verða í Gerðubergi í dag, föstudaginn 18. október, kl. 12.15-13 og þeir síðari í Spönginni á morgun, laugardaginn 19. október, kl. 13.15-14. Með þessu fagnar Borgarbókasafn samstarfi við Leif Gunnarsson, sem hefur verið listrænn stjórnandi hádegistónleikanna síðastliðin tíu ár.

Á tónleikunum mun Bragi Árnason, leikari og tónlistarmaður, flytja nokkrar af helstu perlum dúettsins Pauls Simons og Arts Garfunkels, sem aðhylltist þjóðlagarokksstefnuna, „en frægðarstjarna þeirra félaga reis hæst um miðjan sjöunda áratuginn með lögum eins og „The Sound of Silence“, „Cecilia“ og „The Boxer““, segir í tilkynningu. Með Braga koma fram Páll Sólmundur Eydal á gítar og söng og Leifur Gunnarsson á bassa. Þess er getið að frítt er inn á tónleikana.