Devon Thomas fór vægast sagt á kostum fyrir Grindavík þegar liðið fór illa með Hött í toppslag 3. umferðar úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gær. Leiknum lauk með stórsigri Grindavíkur, 113:84, en Thomas skoraði 38 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar
Krappur Hilmar Smári Henningsson úr Stjörnunni í kröppum dansi í baráttunni við Hákon Örn Hjálmarsson úr ÍR í leik liðanna í gærkvöldi.
Krappur Hilmar Smári Henningsson úr Stjörnunni í kröppum dansi í baráttunni við Hákon Örn Hjálmarsson úr ÍR í leik liðanna í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Arnþór

Körfuboltinn

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Devon Thomas fór vægast sagt á kostum fyrir Grindavík þegar liðið fór illa með Hött í toppslag 3. umferðar úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gær. Leiknum lauk með stórsigri Grindavíkur, 113:84, en Thomas skoraði 38 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar. Bæði lið voru með 4 stig eða fullt hús stiga fyrir leikinn en Grindavík tyllti sér á toppinn í deildinni með sigrinum. Liðið er með 6 stig eftir sigra gegn Hetti, Haukum og ÍR en Höttur er í 5. sætinu með 4 stig eftir sigra gegn Haukum og Keflavík í fyrstu umferðunum.

Leikurinn var aldrei spennandi en Grindavík skoraði 31 stig gegn 9 stigum Hattarmanna í fyrsta leikhluta. Valur Orri Valsson skoraði 14 stig fyrir Grindavík og gaf sex stoðsendingar en

...