„Það er mjög mikil eftirspurn eftir endurhæfingu, þjálfun og almennri lýðheilsu í þjóðfélaginu í dag,“ segir Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og einn eigenda Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur, en í gær stækkaði fyrirtækið og jók við þjónustuna …
Alphatek Gauti segir að nýja greiningartækið fái niðurstöður frá móðurtölvunni í London á nokkrum sekúndum.
Alphatek Gauti segir að nýja greiningartækið fái niðurstöður frá móðurtölvunni í London á nokkrum sekúndum. — Morgunblaðið/Eggert

Viðtal

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Það er mjög mikil eftirspurn eftir endurhæfingu, þjálfun og almennri lýðheilsu í þjóðfélaginu í dag,“ segir Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og einn eigenda Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur, en í gær stækkaði fyrirtækið og jók við þjónustuna þegar opnuð var Afreksmiðstöð Reykjavíkur á efstu hæð sama húss á Fiskislóð 1.

„Við erum mjög spennt fyrir þessari viðbót, því auk þess að fá meira rými fyrir starfsemina erum við með aðstöðu fyrir fyrirlestrahald og kennslu um hvers konar þjálfun fyrir mismunandi hópa eins og einstaklinga með ADHD, íþróttafólk, þjálfara, fólk með stoðkerfiseinkenni og eldra fólk sem vill huga að heilsu sinni til framtíðar.“

Ný tæki nýta

...