Sinfó Hanus aðalgestastjórnandi
Sinfó Hanus aðalgestastjórnandi

Hljómsveitarstjórinn Tomáš Hanus tekur við stöðu aðal­gestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands næsta haust og mun gegna því hlutverki starfsárin 2025-26 og 2026-27. Þá mun hann stjórna hljómsveitinni á tvennum tónleikum í Eldborg á hvoru starfsári. Segir svo á vefsíðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem einnig er tekið fram að Hanus hafi verið aðalhljómsveitarstjóri þjóðar­óperunnar í Wales og hafi stjórnað mörgum þekktum hljómsveitum í Evrópu, þar á meðal Sinfóníuhljómsveitum Lundúna og Breska ríkisútvarpsins (BBC).