30 ára Róbert er Hornfirðingur, fæddur og uppalinn á Höfn og býr þar. Hann er reykkafari, er í Slökkviliði Hornafjarðar og húsvörður íþróttahússins á Höfn. Hann er einnig að stofna buggybílafyrirtæki Höfn. Róbert er formaður rafíþróttadeildar Sindra. Áhugamálin eru golf og fótbolti, en hann spilaði með Sindra þar til í fyrra, og öll adrenalínútivist eins og mótócross og fjallahjól.


Fjölskylda Sambýliskona Róberts er Anna María Harðardóttir, f. 2003, stúdent og á leiðinni í háskóla. Sonur þeirra er Hörður Marwin, f. 2024, og sonur Róberts frá fyrra sambandi er Valgeir Marwin, f. 2020. Foreldrar Róberts eru Kristín Jónsdóttir, f. 1969, og Gunnar Ingi Valgeirsson, f. 1968, búsett á Höfn í Hornafirði.