Þær Kitty ­Kovács píanó­leikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari spila sónötu í g-moll op.19 eftir Sergei Rach­maninoff í Hannesarholti í dag, laugardaginn 19. október, kl. 17. Í tilkynningu segir að verkinu hafi verið lýst sem sinfóníu…
Tvíeykið Þórdís Gerður Jónsdóttir og Kitty Kovács.
Tvíeykið Þórdís Gerður Jónsdóttir og Kitty Kovács.

Þær Kitty ­Kovács píanó­leikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari spila sónötu í g-moll op.19 eftir Sergei Rach­maninoff í Hannesarholti í dag, laugardaginn 19. október, kl. 17. Í tilkynningu segir að verkinu hafi verið lýst sem sinfóníu fyrir selló og píanó vegna þess að það sé samið í sinfónísku formi og efniviðurinn sé þykkur og stórbrotinn fyrir bæði hljóðfærin. Þá sé sónatan óvenjuleg að því leyti að það sé gjarnan píanóið sem kynni ný stef og nýja kafla verksins og síðan taki sellóið við með ýmist stærri eða skrautlegri útgáfu stefjanna.