Í þeim aðstæðum sem nú ríkja, vextir að sliga fólk og allt upp í loft á Alþingi, þá er lífsþráðurinn okkar að skreppa í leikhús og hugsa ekki um neitt annað en hina gleðigefandi stund sköpunarinnar,“ segir Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir…
Öflugur hópur Silla leikstjóri (situr á gólfi vinstra megin við appelsínuna) með leikhópnum sínum góða.
Öflugur hópur Silla leikstjóri (situr á gólfi vinstra megin við appelsínuna) með leikhópnum sínum góða. — Ljósmynd/Gunnhildur Gísladóttir

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Í þeim aðstæðum sem nú ríkja, vextir að sliga fólk og allt upp í loft á Alþingi, þá er lífsþráðurinn okkar að skreppa í leikhús og hugsa ekki um neitt annað en hina gleðigefandi stund sköpunarinnar,“ segir Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir leikstjóri Ávaxtakörfunnar sem Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi fyrr í vikunni í Bifröst. Höfundur verksins er Kristlaug María Sigurðardóttir og höfundur tónlistar Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikritið gerist í ávaxtakörfu þar sem allir eru kúgaðir af Imma ananas. Mæja jarðarber er minnst og verður fórnarlamb eineltis. En þegar gulrót kemur í ávaxtakörfuna tekur hún við hlutverki Mæju sem bitbein og verður fyrir barðinu á fordómum þar sem hún er grænmeti og því annarrar ættar en ávextirnir. Smám saman opnast augu ávaxtanna fyrir því að það er ekki útlitið sem skiptir

...