„Hvernig náðirðu þér í þessa kúlu á höfðinu?“ „Sérðu glerhurðina þarna?“ „Já.“ „Ég sá hana ekki.“ „Ég hef beðið eftir þessari stund í 20 ár!“ segir dómarinn við gamla kennarann sinn. „Sestu nú út í horn og skrifaðu 100 sinnum: Ég má ekki fara yfir á …

„Hvernig náðirðu þér í þessa kúlu á höfðinu?“ „Sérðu glerhurðina þarna?“ „Já.“ „Ég sá hana ekki.“

„Ég hef beðið eftir þessari stund í 20 ár!“ segir dómarinn við gamla kennarann sinn. „Sestu nú út í horn og skrifaðu 100 sinnum: Ég má ekki fara yfir á rauðu ljósi!“

Vörubílstjórinn: „Herra, hliðarspegillinn er brotinn!“ „Og hvað? Skiptu þá um spegil!“ „Það er erfitt! Spegillinn er það eina sem er eftir af bílnum!“

Yfirmaðurinn við ritarann sinn: „Frú Sigríður, ég ætla að leggja mig í nokkrar mínútur. Ef einhver hringir skaltu segja að ég sé alveg svakalega upptekinn og að það megi alls ekki trufla mig!“ „Skilið, ég geri það!“ Stuttu seinna hringir síminn. Frú Sigríður: „Mér þykir það leitt en yfirmaðurinn er svo svakalega truflaður að það má alls ekki taka hann upp!“