Theobald Brooks Lengyel á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Theobald Brooks Lengyel á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Morð Theobald Brooks Lengyel, sem í eina tíð átti aðild að tilraunamálmbandinu Mr. Bungle, hefur verið dæmdur fyrir morðið á unnustu sinni, Alice „Alyx“ Kamakaokalani Herrmann, á heimili hennar í Capitola, Kaliforníu, í desember í fyrra. Lengyel sem er 55 ára á yfir höfði sér lífstíðardóm. Að sögn CBS þurfti kviðdómur ekki nema einn dag til að komast að niðurstöðu en sterk sönnunargögn ku hafa legið fyrir. Lík Herrmann, sem var 61 árs, fannst í almenningsgarði og í framhaldinu var Lengyel handtekinn. Hann var í um áratug í Mr. Bungle og lék á saxófón, klarínett og hljómborð á fyrstu tveimur breiðskífum bandsins sem komu út 1991 og 1995.