Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi einstaklingsins, mannúð og mildi.
Bryndís Haraldsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir

Bryndís Haraldsdóttir

Stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar er sögulegt. Þetta er í fyrsta skipti sem þriggja flokka ríkisstjórn heldur velli svo lengi, hvað þá ríkisstjórn þvert yfir hið pólitíska litróf, með vinstri flokkinn og hægri flokkinn innbyrðis. Reglulegar deilur milli flokkanna hafa ekki dulist neinum. Engu að síður hefur náðst árangur í mörgum mikilvægum málum. Getur ríkisstjórnin, og við sem hana styðjum, verið stolt af þeim árangri.

Á starfstíma ríkisstjórnarinnar hafa utanaðkomandi áskoranir dunið yfir sem aldrei fyrr. Við höfum gengið í gegnum heimsfaraldur og enn sér ekki fyrir endann á jarðeldum á Reykjanesi eða þeim stríðsátökum sem uppi eru í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Þrátt fyrir það hefur kaupmáttur heimilanna aukist nú 11 ár í röð, og það að teknu tilliti til vaxtagreiðslna. Verðbólgan hefur þó verið

...