Á fundi í Þjóðminjasafninu í Reykjavík 14. október 2024 hafði Ísraelsmaðurinn Ely Lassman, 27 ára hagfræðingur, framsögu um „Ísrael, Arabaríkin og Vesturveldin“. Margt var þar umhugsunarefni. Eitt var, að við, sem stóðum að fundinum, urðum að hafa hann lokaðan til að geta rætt þetta mál í næði, en óspektarfólk hefur mjög látið hér að sér kveða og reynt að öskra niður rödd Ísraels. Þetta er óeðlileg takmörkun á málfrelsi okkar og fundafrelsi.

Annað umhugsunarefni var skýring Lassmans á hatri Hamas- og Hesbollah-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael. Hann sagði, að það ætti sér hugmyndalegar rætur. Öfgaíslam styddist við ýmsar setningar í Kóraninum, sem fælu í sér stækt gyðingahatur, og væri athyglisvert, að orðalag væri talsvert mildara í erlendum þýðingum en á frummálinu, arabísku. Hvor tveggja þessi samtök vildu útrýma

...