Nú er svo komið að listamenn eru farnir að spyrja hvað það kosti að fá mig í heimsókn og verða glaðir þegar ég segi að þetta sé í boði hússins.
„Þetta verkefni mitt hefur víkkað hugann og lækkað þröskulda,“ segir menningarvinurinn Hafliði Ingason.
„Þetta verkefni mitt hefur víkkað hugann og lækkað þröskulda,“ segir menningarvinurinn Hafliði Ingason. — Morgunblaðið/Karítas

Áramótaheit eru alls konar. Áramótaheit Hafliða Ingasonar, sölustjóra hjá Verkfræðistofunni Lotu, var nokkuð sérstætt en hann ákvað að fara á einn menningarviðburð á dag frá 1. janúar 2024 til 31. desember og setja daglega færslu á instagram. Nú er að líða að lokum október og Hafliði hefur staðið við heit sitt alla daga.

Hafliði heldur úti instagram-reikningnum menningarwitinn. „Þar held ég skrá um alla viðburði sem ég fer á og set inn daglega.“ Hann er með um 2.500 fylgjendur og algengt er að listamenn sendi honum boð á sýningar sínar og viðburði. „Nú er svo komið að listamenn eru farnir að spyrja hvað það kosti að fá mig í heimsókn og verða glaðir þegar ég segi að þetta sé í boði hússins.“

Hann segir að í byrjun hafi stundum verið erfitt að rífa sig af

...