Tölfræði skákarinnar er skemmtilegt fyrirbrigði og heimtar sitt. Sá sem þessar línur ritar fór að velta því fyrir sér, þar sem hann gekk um gólf undir blálok Ólympíumótsins í Búdapest á dögunum, að nú stæðu líkur til þess að í opna flokknum færi…
Kaflaskil Heimsmeistarinn Ding Liren vann ekki skák í Búdapest.
Kaflaskil Heimsmeistarinn Ding Liren vann ekki skák í Búdapest. — Ljósmynd/Michal Walusza

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Tölfræði skákarinnar er skemmtilegt fyrirbrigði og heimtar sitt. Sá sem þessar línur ritar fór að velta því fyrir sér, þar sem hann gekk um gólf undir blálok Ólympíumótsins í Búdapest á dögunum, að nú stæðu líkur til þess að í opna flokknum færi sigursveit í fyrsta sinn í 50 ár gegnum mótið án þess að tapa einni einustu skák. En það gerðist ekki! Í næstsíðustu umferð tók dáðadrengurinn Pragnanandhaa upp á því að tapa fyrir Wesley So, sem með því girti fyrir þann möguleika að Indverjar næðu að feta í fótspor sovésku sveitarinnar sem tefldi taplaus í Nice sumarið 1974 og var skipuð Karpov, Kortsnoj, Spasskí, Petrosjan, Tal og Kusmin.

Í Búdapest urðu hins vegar ákveðin

...