Það er engu líkara en að hún sé komin með kamb, stálbrodda og nælu í nefið.

Pistill

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

Jæja, krakkar mínir, við fáum þá eftir allt saman að kjósa í næsta mánuði. Tími til kominn, sagði karlinn og sló sér á lær enda vandist þessi þjóð á það um tíma að kjósa á hverju hausti. Í fjarlægri framtíð á ábyggilega einhver eftir að láta út úr sér um einhvern ágætan viðburð eða almenna mannlífsstemningu: „Æ, manstu, það var haustið þegar ekki var kosið!“

Ég veit ekki með ykkur, en ég er bara að verða helvíti spenntur. Það er svo margt forvitnilegt í gangi. Stjórnarflokkarnir (þá tel ég VG með) að mælast með sögulega lágt fylgi í könnunum og þörf á hressilegu átaki á þeim stutta spretti sem fram undan er. Ögmundur Jónasson benti á, í viðtali hér í blaðinu snemma árs 2022, að bæði Sjálfstæðisflokkurinn

...