Loft gerðist lævi blandið á stjórnarheimilinu eftir landsfund Vinstri grænna helgina áður og þau skilaboð sem þaðan bárust um að VG vildi skilnað frá Sjálfstæðisflokknum, en að engu að síður væri rétt að búa áfram á óhamingjusömu heimili fram á vor
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra greinir hér fjölmiðlum frá ákvörðun sinni um að rjúfa þing og boða til kosninga.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra greinir hér fjölmiðlum frá ákvörðun sinni um að rjúfa þing og boða til kosninga. — Morgunblaðið/Eggert

12.10 – 18.10

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Loft gerðist lævi blandið á stjórnarheimilinu eftir landsfund Vinstri grænna helgina áður og þau skilaboð sem þaðan bárust um að VG vildi skilnað frá Sjálfstæðisflokknum, en að engu að síður væri rétt að búa áfram á óhamingjusömu heimili fram á vor.

Formenn stjórnarflokkanna funduðu á laugardegi, og á sunnudeginum ákvað Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að betra væri að slíta samvistum strax og boða til kosninga 30. nóvember. Ákvörðun Bjarna kom formönnum hinna stjórnarflokkanna á óvart, þar sem fundur þeirra á laugardeginum hafði verið góður.

Bjarni hélt á fund forseta lýðveldisins,

...