Sophie Lloyd á tónleikum með Machine Gun Kelly vestur í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Sophie Lloyd á tónleikum með Machine Gun Kelly vestur í Bandaríkjunum á síðasta ári. — AFP/Ethan Miller

Sóló Breski rokkgítarleikarinn og YouTube-stjarnan Sophie Lloyd, sem þekktust er fyrir samstarf sitt við bandaríska rapparann Machine Gun Kelly, er farin að leggja meiri rækt við eigin feril og í vikunni hélt hún sína fyrstu tónleika sem aðalnúmerið í London Underworld og var uppselt. Með henni söng m.a. Marisa Rodriguez úr Marisa and the Moths en þær stöllur gáfu á dögunum út myndband við lagið Won't You Come af plötu Lloyd, Imposter Syndrome, sem kom út í fyrra. Fram undan eru tónleikar í Whisky A Go Go í Hollywood í janúar.