Drengur sem fæddist á bílastæði fyrir utan uppáhaldsbrugghús foreldra sinna í Michigan var nefndur eftir staðnum, sem gefur nú út sérstakan bjór til heiðurs nýburanum. Aaron og Kyle Baker voru á leið frá Vicksburg á sjúkrahús í grenndinni á settum…
— Ljósmynd/Instagram

Drengur sem fæddist á bílastæði fyrir utan uppáhaldsbrugghús foreldra sinna í Michigan var nefndur eftir staðnum, sem gefur nú út sérstakan bjór til heiðurs nýburanum. Aaron og Kyle Baker voru á leið frá Vicksburg á sjúkrahús í grenndinni á settum degi þegar þau áttuðu sig á því að þau myndu ekki ná á sjúkrahúsið. Þau hringdu í sjúkrabíl og lögðu á bílastæði við örbrugghúsið One Well Brewing, sem er uppáhaldsbrugghúsið þeirra. Nokkrum augnablikum síðar fæddist sonur þeirra, Forrest Wells Baker. „Við höfum verið að grínast með að Forrest hafi bara viljað koma við til að fá sér snöggan bjór á leiðinni á sjúkrahúsið, rétt eins og pabbi hans myndi gera,“ sagði Kyle Baker við MLive. „Þegar fólk heyrði af þessu fyrst héldu allir að við hefðum setið hér inni að fá okkur bjór þegar ég fór í fæðingu.“ Nánar á K100.is.