Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneyti að einhugur hafi verið innan ráðherranefndar um ríkisfjármál, þar sem forsætisráðherra og fjármála- og…
Frestað Sölu á hlutdeild ríksins í Íslandsbanka hefur verið frestað.
Frestað Sölu á hlutdeild ríksins í Íslandsbanka hefur verið frestað. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneyti að einhugur hafi verið innan ráðherranefndar um ríkisfjármál, þar sem forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sitja, um að fresta sölunni, að fenginni ráðgjöf frá umsjónaraðilum útboðsins. Sé þar horft til markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. Mikilvægt sé að hámarka líkur á að útboðið heppnist vel og að næg þátttaka fáist, meðal annars frá almenningi.

Í forsendum fjárlaga þessa árs var gert ráð fyrir að ríkissjóður seldi helming af 42,5% hlutdeild í Íslandsbanka á þessu ári.

Í tilkynningunni segir, að undirbúningur sölunnar hafi gengið vel og sé kominn langt á veg í samstarfi við ráðgjafa ríkisins, Kviku, Barclays og Citi, fjármálaráðgjafann Landsbankann, auk lögfræðiráðgjafa. Muni sú

...