Tveir nýir skrif­stofu­stjórar hafa hafið störf í mennta- og barna­málaráðuneyt­inu. Hafþór Ein­ars­son stýrir skrif­stofu grein­inga og fjár­mála og Hall­dóra Dröfn Gunn­ars­dótt­ir verður yfirmaður skrif­stofu stefnu­mót­un­ar og inn­leiðing­ar
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir

Tveir nýir skrif­stofu­stjórar hafa hafið störf í mennta- og barna­málaráðuneyt­inu. Hafþór Ein­ars­son stýrir skrif­stofu grein­inga og fjár­mála og Hall­dóra Dröfn Gunn­ars­dótt­ir verður yfirmaður skrif­stofu stefnu­mót­un­ar og inn­leiðing­ar.

Hafþór er með BSc-gráðu í viðskipta­fræði og rétt­indi til kennslu. Hann hef­ur starfað í mennta- og barna­málaráðuneyt­inu sl. tvö ár. Hall­dóra er með BA-gráðu í fé­lags­fræði frá Há­skóla Íslands, fé­lags­ráðgjöf til starfs­rétt­inda og diplómu á meist­ara­stigi í rétt­ar­fé­lags­ráðgjöf. Hún hefur verið ráðuneytisstarfsmaður síðustu ár og skrif­stofu­stjóri næstliðin misseri.

Bæði hafa Hafþór og Halldóra, segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu, reynslu af stjórn­un

...