Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt næstkomandi þriðjudag. Alls eru fjórtán bækur tilnefndar til verðlaunanna, þar á meðal tvær íslenskar bækur. Síðastliðinn fimmtudag var fjallað um sex erlendu bókanna og hér verður sagt …
Málverk Á sýningu á myndum Jakobs Martins Strids í Kaupmannahöfn má sjá að myndir hans eru gríðarstórar.
Málverk Á sýningu á myndum Jakobs Martins Strids í Kaupmannahöfn má sjá að myndir hans eru gríðarstórar. — Teikning/Jakob Martin Strid

Af bókmenntum

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt næstkomandi þriðjudag. Alls eru fjórtán bækur tilnefndar til verðlaunanna, þar á meðal tvær íslenskar bækur. Síðastliðinn fimmtudag var fjallað um sex erlendu bókanna og hér verður sagt frá þeim sex sem ógetið er: dönsku bókinni Den fantastiske bus eftir Jakob Martin Strid, finnsku bókinni Laske salaa kymmeneen eftir Laura Lähteenmäki, norsku bókunum Udyr eftir Ingvild Bjerkeland, og Oskar og eg eftir Maria Parr og Åshild Irgens, bókinni Hamburgerprinseassa – Eallá dušše oktii eftir Saia Stueng, sem kemur af samíska málsvæðinu, og sænsku bókinni Bror eftir Alex Khourie.

Bror – Alex Khourie

...