Í ár eru 100 ár liðin frá útgáfu bókarinnar Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Í tilefni af því verður haldið málþing á Þórbergssetri í Suðursveit á morgun þar sem Rósa Hjörvar, Halldór Guðmundsson og Soffía Auður Birgisdóttir flytja erindi auk þess sem lesið verður upp úr bókinni
Fortíðarþrá Í verkum sínum á Þórbergssetri leitast Eva við að fanga söknuð eftir því sem var og því sem er að líða.
Fortíðarþrá Í verkum sínum á Þórbergssetri leitast Eva við að fanga söknuð eftir því sem var og því sem er að líða. — Ljósmyndir/Eva Lind Gígja

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Í ár eru 100 ár liðin frá útgáfu bókarinnar Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Í tilefni af því verður haldið málþing á Þórbergssetri í Suðursveit á morgun þar sem Rósa Hjörvar, Halldór Guðmundsson og Soffía Auður Birgisdóttir flytja erindi auk þess sem lesið verður upp úr bókinni. Þá verður Eva Schram myndlistarmaður með listamannaspjall en síðasta sumar opnaði hún þar sýninguna Skóhljóð dáinna daga. Verkin á sýningunni eru unnin út frá náttúrulýsingum Þórbergs auk þess sem þau sýna hversu óljós skilin geta verið á milli málverks og ljósmyndar.

Alin upp með skáldum

„Ég er alin upp með skáldum og stefndi á ritlist í Háskólanum en fann svo minni tjáningu farveg í gegnum augað. Í listinni hef ég

...