Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur samið við sænska félagið Häcken sem leikur í úrvalsdeildinni þar í landi. Häcken keypti hana af uppeldisfélaginu Val. Fanney er aðeins 19 ára gömul en hefur staðið í…

Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur samið við sænska félagið Häcken sem leikur í úrvalsdeildinni þar í landi. Häcken keypti hana af uppeldisfélaginu Val. Fanney er aðeins 19 ára gömul en hefur staðið í marki Vals undanfarin tvö tímabil þar sem hún hefur orðið Íslands- og bikarmeistari. Fanney hefur leikið sjö A-landsleiki. Í hennar stað samdi Valur við Tinnu Brá Magnúsdóttur, sem kemur á frjálsri sölu frá Fylki. Tinna er tvítug.